Andarnefja skammt undan landi
feykir.is
Skagafjörður
28.11.2014
kl. 16.13
Íbúi á Sauðárkróki hafði samband við Feyki rétt fyrir fjögur í dag og lét vita af andarnefju sem hann hafði verið að fylgjast með skammt undan landi. Ljósmyndari Feykis fór þegar á stúfana og freistaði þess að mynda hvalinn, sem að lék listir sínar í skammdeginu.