Andrea og Stefanía. Mynd: Kolla Þórðar.
Íslandsmót Frjálsíþróttasambands Íslands fyrir 15-22 ára fór fram um sl. helgi á Selfossi. Frjálsíþróttarfólk í Skagafirði keppir undir merkjum UMSS.
Andrea Maya Chirikadzi varð Íslandsmeistari í sleggjukasti 18-19 ára stúlkna, einnig lenti hún í 2. sæti í kringlukasti og 2. sæti í kúluvarpi í sama aldurshóp.
Stefanía Hermannsdóttir varð Íslandsmeistari í spjótkasti 18-19 ára stúlkna, einnig lenti hún í 3. sæti í kringlukasti í sama aldurshóp.
/Fréttatilkynning