Annað tímabil Árvals að fara í gang
Árval – tómstundanámskeið fyrir 4. - 7. bekk hefjast að nýju í næstu viku. Námskeiðstímabilið er 10. nóvember – 18. desember. Mörg spennandi námskeið eru í boði s.s. tískuteikning, skrautskrift, skartgripagerð, smíðar o.fl. Skráning fer nú í fyrsta skipti fram í gegnum skráningarkerfið Matartorg (www.matartorg.is).
Þar er einnig að finna nánari lýsingar á námskeiðunum sem eru í boði. Þeir sem ekki hafa netaðgang geta haft samband við ritara skólans í s. 455 1100 og fengið aðstoð við skráningu. Vinsamlegast athugið að skráning er bindandi og fjöldatakmarkanir eru á flest námskeiðin (bæði varðandi lágmarks- og hámarksfjölda) og óhjákvæmilega gildir þá reglan að fyrstir koma fyrstir fá.