Árleg landskeppni Smalahundafélags Íslands
Hin árlega landskeppni Smalahundafélags Íslands var haldin við frábærar aðstæður á Vorboðavelli við Blönduós helgina 28. - 29. ágúst s.l. Vel var mætt og var 21 hundur skráður til leiks en keppt er í 3 flokkum. Það var smalahundadeildin Snati í Húnavatnssýslu sem sá um framkvæmdina sem var til mikillar fyrirmyndar.
Á Húna.is segir að hópurinn sem mætir sé sífellt að stækka og tekur þátt og sérstakleg gaman þegar bændur sem aldrei hafa séð svona keppni mæta með fjárhundana sína og standa sig vel. Menn hafa síðan verið duglegir að flytja inn tamda hunda og tíkur í ræktunina og þetta er farið að skila sér í mjög öflugum og skemmtilegum smalahundum.
- Unghundar:
- 1. Gunnar Guðmundsson - Ólína Hafnarfirði samtals 143 stig
- 2. Svanur Guðmundsson - Dáð frá Móskógum samtals 128 stig
- 3. Helgi Árnasson - Snúlla frá Snartastöðum samtals 95 stig
- B. Flokkur
- 1. Lísa Gunnarsdóttir- Skotta frá Daðastöðum samtals 138 stig
- 2. Svanur Guðmundsson -Snilld frá Dýrfinnustöðum samtals 124 stig
- 3. Halldór Pálsson - Spori frá Breiðavaði samtals 114 stig
- A. Flokkur
- 1. Valgeir Magnússon - Skotta frá Fossi samtals 145 stig
- 2. Þorvarður Ingimarsson- Lísa úr Hafnarfirði samtals 129 stig
- 3. Hilmar Sturlusson - Dot frá Wales samtals 122 stig
Skotta frá Fossi og Valgeir unnu farandbikar sem veittur er bestu tík mótsins og Sverrir Möller og Prins unnu til farandbikars sem veittur er besta hundinum.
/Húni.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.