Árlega Gamlárshlaupið á sínum stað
feykir.is
Skagafjörður
29.12.2025
kl. 11.15
Hið árlega Gamlárshlaup á Sauðárkróki hefur heldur betur fest sig í sessi og orðin hefð hjá ansi mörgum. Hlaupið verður á sínum stað í ár og hefst á slaginu kl. 12:30 á sjálfan Gamlársdag. Mæting og ræs við íþróttahúsið (á bílastæði Árskóla). Vegalengd er sem fyrr að eigin vali en öll þurfa að vera komin til baka í íþróttahúsið kl. 13:30 þegar happdrættið hefst.
Að venju er ekkert þátttökugjald og vegleg útdráttarverðlaun fyrir alla fjölskylduna í lok hlaups. Skráning verður með rafrænum hætti í hlekk hér að neðan. Hægt er að skrá allt að 5 nöfn í sömu skráningunni: https://forms.gle/242x2NHHYeL25cK5A
Einnig er hægt að skrá sig frá kl. 12-12:30 í anddyri íþróttahússins.
Í viðburði segir öll velkomin, höfum gaman saman á síðasta degi ársins.
