Arnþór Gústavsson útskrifast með hæstu einkunn

Nýlega varði Arnþór Gústavsson, starfsmaður fiskeldis- og fiskalíffræðideildar, Háskólans á Hólum mastersverkefni sitt við Björgvinjarháskóla. Verkefnið heitir Interactive effects of photoperiod and reduced salinities on growth and feed conversion of juvenile Atlantic halibut (Hippoglossus hippoglossus L.) (Gagnvirk áhrif ljóslotu og lágrar seltu á vöxt og fóðurnýtingu lúðuseiða).

 Niðurstöður verkefnisins sýna, gangstætt því sem áður var talið, að lúða vex betur við lága seltu en við fulla seltu. Niðurstöðurnar skipta miklu máli fyrir eldi á lúðu í íslenskum landeldisstöðvum þar sem hægt er að stýra eldisumhverfi fiskanna og velja kjörseltustig.

Leiðbeinandi Arnþórs var Próf. Albert K. Imsland og rannsóknirnar voru hluti af stóru rannsóknaverkefni sem unnið var í samstarfi Akvaplan-Niva á Íslandi, Háskólans á Hólum, Matís og Fiskey og styrkt er af AVS sjóðnum. Fyrir verkefnið fékk Arnþór einkunnina A, sem er hæsta

Fleiri fréttir