Árshátíðarundirbúningur í Húnavallaskóla
Undirbúningur fyrir árshátíð Húnavallaskóla er í fullum gangi þessa dagana. Líkt og undanfarin ár var Jóhönna Friðrika Sæmundsdóttir leikkona fengin til að undirbúa hátíðina með krökkunum.
Frá því mánudaginn 15. nóvember hafa nemendur 10. bekkjar verið undir hennar handleiðslu og afraksturinn af þeirri vinnu fá gestir að sjá á árshátíðardaginn sem er föstudagurinn 26. Nóvember nk.
Sett verður upp leikritið Gauragangur í styttri útgáfu og er ástæða til að hvetja alla til að koma og verða vitni að góðri skemmtun. Auk Gauragangs mun 8. og 9. bekkur bjóða upp á vandaða leiksýningu og að loknum skemmtiatriðum mun hljómsveitin Svörtu sauðirnir leika fyrir dansi til klukkan 01:00. Húsið verður opnað klukkan 20:00 og skemmtunin hefst stundvíslega klukkan 20:30.