Ársþing SSNV í vikulokin

Ársþing SSNV verður haldið í Félagsheimilinu á Hvammstanga dagana 16. og 17. október nk. Þingið sækja þrjátíu fulltrúar sveitarfélaganna á Norðurlandi vestra, stjórn SSNV, stjórnendur sveitarfélaganna og gestir.

Auk hefðbundinna dagskrárliða mun forstjóri Skipulagsstofnunar fjalla um landsskipulagsstefnu, stefnumörkun, áhrif og aðkomu sveitarfélaga. Einnig munu fulltrúar stýrinets stjórnarráðsins kynna áform stjórnvalda hvað varðar samstarf við landshlutasamtökin og undirbúning nýrra samninga um sóknaráætlun landshluta.

Sérstakir gestir þingsins verða Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra og Karl Björnsson, framkvæmdastjóri Samtaka íslenskra sveitarfélaga.

Fleiri fréttir