Ásgeir í Hlíðarkaup var valinn Maður ársins 2025 á Norðurlandi vestra

Ásgeir Einarsson í Hlíðarkaup. MYND AF NETINU
Ásgeir Einarsson í Hlíðarkaup. MYND AF NETINU

Feykir stóð fyrir vali á Manni ársins á Norðurlandi vestra núna í lok árs og byrjun þess nýja og lauk kosningu að morgni mánudagsins 12. janúar sl. Valið stóð á milli níu aðila og var hægt að kjósa á feykir.is. Alls voru það 1.261 sem tóku þátt og kusu. Með 34% atkvæða þá er það Ásgeir Einarsson á Sauðárkróki, eða Ásgeir í Hlíðarkaup eins og hann er jafnan nefndur, sem er Maður ársins 2025 á Norðurlandi vestra.

Ásgeir tekur við nafnbótinni af Ástu Ólöfu Jónsdóttur sem var Maður ársins í fyrra. Í rökstuðningi um Ásgeir stóð að hann hafi staðið vaktina flesta daga ársins með sína einstöku þjónustulund og leggur mikið á sig til að létta undir með fólki og allir sem verslað hafa í búðinni hans vita að það er hverju orði sannara og gott betur en það.

Í öðru sæti var Karl Lúðvíksson í Varmahlíð með 17% atkvæða en hann hefur unnið sjálfboðaliðastarf fyrir Rauða krossinn og sinnt kennslu í skyndihjálp áratugum saman. Einnig unnið mikið fyrir íþróttahreyfinguna; frjálsar, júdó, eldri borgara o.fl. Einnig mikið með hreyfi- og þroskahöml-uðum.

Í því þriðja var svo Sigurlaug Her-mannsdóttir á Blönduósi með 11% atkvæða en Silla Hermanns, eins og hún er alltaf kölluð, hefur gegnt for-mennsku í Hollvinasamtökum HSB á Blönduósi í nokkur ár.

Um leið og við hjá Feyki þökkum fyrir þátttökuna í þessari kosningu óskum við Ásgeiri innilega til hamingju með þennan verðskuldaða titil. /gg

Fleiri fréttir