Áskell Heiðar og Bræðslan tilnefnd til Eyrarrósar
Eyrarrósin, sérstök viðurkenning fyrir framúrskarandi menningarverkefni á landsbyggðinni, verður afhent á Bessastöðum í dag klukkan 16.
Eyrarrósin er samstarfsverkefni Listahátíðar í Reykjavík, Byggðastofnunar og Flugfélags Íslands. Þrjú verkefni hafa verið tilnefnd úr hópi umsækjenda, en þau eru tónlistarhátíðin Bræðslan á Borgarfirði eystra, Eiríksstaðir í Haukadal og Skjaldborg, heimildarmyndahátíð á Patreksfirði.
Einn aðstandenda Bræðslunnar er Áskell Heiðar Ásgeirsson, sviðstjóri markaðs- og þróunarsviðs sveitarfélasgins Skagafjarðar.
Sigurvegari hlýtur fjárstyrk að upphæð einni og hálfri milljón króna og verðlaunagrip eftir Steinunni Þórarinsdóttur til eignar.