Áskorendamót Riddara Norðursins

Nú er komið að því að Riddarar Norðursins blása til stórsóknar. Á laugardagskvöldið næsta verður haldið Áskorendamót Riddara með pompi og prakt og hefst það kl. 20.00

 

Mótið hefst á setningarathöfn þar sem Riddarar fara á kostum.

Að lokinni setningarathöfn munu úrslitin hefjast og búist er við magnaðri keppni.

Riðin verða úrslit í fjórgangi, fimmgangi, tölti og auðvitað verður flugskeiðað líka.

 

Verðlaunagripurinn er engin smásmíði

Og Riddarar spyrja:

 

 

 

 

Hvaða stórstjörnur koma frá Narfastöðum??? Gæti verið að við sjáum Kommu?

Mun Maggi Magg vinna aftur??? Gæti verið að við sjáum Punkt?

Lúlli Matt ættlar sér að komast aftur á toppinn og hann mætir með svaka lið þar á meðal margfaldan fimmgangsmeistara í Svaðastaðahöllinni.

Mætir málarinn á svæðið?

 

 

Von er á stórstjörnum

Von er á Fjölni nokkrum Þorgeirs með lið sunnan af landi og er allveg öruggt að við munum taka ofur vel á móti honum og hans liði.

Koma fleiri lið??????

Allt þetta og meira til kemur í ljós næstkomandi laugardagskvöld.

Riddarar mæta brattir að vanda og vonast til að allir skemmti sér sem allra best.

Glæsihesturinn Týr frá Skeiðháholti 3 mætir og sýnir listir sínar.

 

 

Eitt er víst að lagið verður tekið og mikið verður um gleði.

 

Gleði og söngur verður í andyri reiðhallarinnar að móti loknu.

Hvetjum sem flesta til að koma í höllina og gleðjast með okkur.

Aðgangseyrir aðeins 1000 isl.kr

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir