Áslaug Arna með íbúafund og opna viðtalstíma á Króknum

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, verður með íbúafund á Gránu Sauðárkróki á morgun, þriðjudaginn 5. desember, frá kl. 17:15.  Á fundinum mun Áslaug Arna kynna uppbyggingu og áform um samstarf Háskólans á Hólum við HÍ en með henni verða fulltrúar sveitarfélagsins og Hólaskóla. Áslaug verður einnig með opna viðtalstíma í Húsi frítímans, miðvikudaginn 6. desember, frá kl. 9:00 og eru öll hjartanlega velkomin. Þá mun Áslaug kynna sér fjölbreytt fyrirtæki og stofnanir á svæðinu á meðan hún dvelur hér í firðinum fagra. 

Áslaug Arna hefur frá stofnun ráðuneytisins staðsett skrifstofu sína víðs vegar um landið enda eiga málefni ráðuneytisins erindi um land allt. Á hverri starfsstöð býður ráðherra öll áhugasöm velkomin í opna viðtalstíma þar sem tækifæri gefst til að eiga stutt, milliliðalaust spjall um málefni á borði háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytisins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir