Hefur dreymt um að vera Vivaldi / GUÐMUNDUR ST.

Guðmundur St. Sigurðsson er fæddur 1953 og ólst upp í Víðidalstungu II í Víðidal Vestur Húnavatnssýslu. Orgelið er hljóðfærið sem Guðmundur velur að spila á en hans helstu tónlistarafrek er að vera organisti frá 1984-2006 ásamt því að stjórna karlakór frá 2003.

Uppáhalds tónlistartímabil? Barokk og 1963-

Hvaða tónlist fær þig til að sperra eyrun þessa dagana? Allt sem er nýtt.

Hvers konar tónlist var hlustað á á þínu heimili?  Allt sem var á “Gömlu gufunni”.

Hver var fyrsta platan/diskurinn/kasettan/niðurhalið sem þú keyptir þér? Trúbrot 1969.

Hvaða græjur varstu þá með? Philips.

Hvað syngur þú helst í sturtunni? Aríu úr Töfraflautunni.

Wham! eða Duran? Hvorugt.

Þú heldur dúndurpartí í kvöld, hvað læturðu hljóma í græjunum til að koma öllum í stuð? Led Zeppelin.

Þú vaknar í rólegheitum á sunnudagsmorgni, hvað viltu helst heyra? Bach.

Þú átt þess kost að fara hvert sem er í heiminum og skella þér á tónleika. Hvert færirðu, hvaða tónleika og hvern tækirðu með þér? Hljómsveitina YES, tæki Andra Pál son minn með, hann þarf að læra að meta þá.

Hvaða tónlistarmann hefur þig dreymt um að vera? Vivaldi.

Hver er að þínu mati besta plata sem gefin hefur verið út? Lifun með Trúbrot.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir