Ásta Pálmadóttir á meðal 100 áhrifamestu kvenna landsins
Ásta B. Pálmadóttir sveitarstjóri Svf. Skagafjarðar er á lista yfir 100 áhrifamestu konur í atvinnu- og stjórnmálalífi Íslands samkvæmt lista sem viðskiptatímaritið Frjáls verslun tók saman og birti í vikunni. Það var ritstjóri blaðsins, Jón G. Hauksson, sem tók lokaákvörðun um hvaða konur komust inn á listann eftir að hafa fengið ráðgjöf frá fjölda fólks í atvinnulífinu.
Konurnar á listanum koma úr ólíkum geirum og flestar stýra þær stórum fyrirtækjum eða sitja í stjórnum félaga. Tekið er fram í blaðinu að matið sé huglægt en þó er bent á að áhrif í krafti hlutafjáreignar í fyrirtækjum vegi þungt í úttektinni sem og vilji til að hafa áhrif. Fram kemur að konunum hundrað sé ekki raðað í nákvæm sæti eftir áhrifum.
Nafn Ingibjargar Pálmadóttur frá Hofi á Höfðaströnd, eigandi 101 hótels og 365-fjölmiðlasamsteypunnar, kemur einnig fram á listanum.
Eftirfarandi er listi Frjálsrar verslunar yfir 100 áhrifamestu konurnar árið 2014 í heild sinni:
- Aðalheiður Héðinsdóttir, eigandi Kaffitárs.
- Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands.
- Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri í Hveragerði.
- Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri á Seltjarnarnesi.
- Ásta Björg Pálmadóttir, sveitarstjóri Sveitarfélagsins Skagafjarðar.
- Ásta Rut Jónasdóttir, formaður stjórnar Lífeyrissjóðs verslunarmanna.
- Ásta Stefánsdóttir, bæjarstjóri Árborgar.
- Ásthildur Margrét Otharsdóttir, formaður stjórnar Marels og stjórnarmaður í Icelandair Group.
- Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri í Vesturbyggð.
- Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka.
- Birna Ósk Einarsdóttir, framkvæmdastjóri sölu og þjónustu hjá Símanum.
- Björk Guðmundsdóttir, listamaður og náttúruverndarsinni.
- Bryndís Hrafnkelsdóttir, forstjóri HHÍ, formaður skólanefndar Verslunarskólans, stjórnarmaður í Regin og varamaður í stjórn TM.
- Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri.
- Brynja Guðmundsdóttir, forstjóri Azazo, áður Gagnavörslunnar.
- Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB.
- Elín Jónsdóttir, stjórnarformaður TM og í stjórn Eyris Investment.
- Elínrós Líndal, frumkvöðull og framkvæmdastjóri Ellu.
- Erla Ósk Pétursdóttir, framkvæmdastjóri sjávarútvegsfyrirtækisins Codlands í Grindavík.
- Erna Gísladóttir, eigandi og forstjóri BL, stjórnarformaður Sjóvár og í stjórn Haga.
- Eva Sóley Guðbjörnsdóttir, varaformaður bankaráðs Landsbankans.
- Eygló Harðardóttir, félagsmálaráðherra.
- Friðrika Hjördís Geirsdóttir, sjónvarpskokkur, bókarhöfundur og fjölmiðlakona.
- Fríða Björk Ingvarsdóttir, rektor Listaháskóla Íslands.
- Geirlaug Þorvaldsdóttir, eigandi Hótels Holts.
- Guðbjörg Matthíasdóttir, eigandi Ísfélags Vestmannaeyja.
- Guðlaug Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri Stekks fjárfestingafélags, stjórnarformaður Securitas og stjórnarmaður í Júpíter-rekstrarfélagi.
- Guðlaug Kristjánsdóttir, formaður BHM.
- Guðný Rósa Þorvarðardóttir, forstjóri Parlogis.
- Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins og markaðsstjóri Kjöríss.
- Guðrún Högnadóttir, framkvæmdastjóri ráðgjafarfyrirtækisins FranklinCovey.
- Guðrún Ragna Garðarsdóttir, framkvæmdastjóri Atlantsolíu.
- Guðrún Ragnarsdóttir, eigandi og ráðgjafi hjá Strategíu.
- Gunnur Helgadóttir, framkvæmdastjóri Vistors.
- Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra.
- Hanna Katrín Friðriksdóttir, stjórn MP banka og framkvæmdastjóri heilbrigðissviðs Icepharma.
- Harpa Ólafsdóttir, formaður stjórnar lífeyrissjóðs Gildis.
- Heiðrún Jónsdóttir, hdl., formaður stjórnar Gildis og stjórnarmaður Norðlenska, varaformaður stjórnar Skipta.
- Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í ferðaþjónustu.
- Helga Margrét Reykdal, framkvæmdastjóri Truenorth ehf. og í stjórn Hörpu.
- Helga Steinunn Guðmundsdóttir, einn helsti eigandi Samherja og formaður stjórnar Samherjasjóðsins.
- Hanna Birna Kristjánsdóttir hefur mikil áhrif í embætti sínu sem innanríkisráðherra
- Hanna Birna Kristjánsdóttir Hanna Birna Kristjánsdóttir hefur mikil áhrif í embætti sínu sem innanríkisráðherra
- Helga Valfells, framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins.
- Herdís Anna Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Þyrluþjónustunnar Helo.
- Herdís Dröfn Fjeldsted, forstjóri Framtakasjóðsins, stjórnarformaður Icelandic Group og stjórnarmaður í Icelandair Group.
- Hildur Dungal, varaformaður stjórnar Nýherja og stjórnarmaður í Vodafone.
- Hrefna Rós Sætran, veitingamaður á Grillmarkaðnum og Fiskmarkaðnum og þekktur sjónvarpskokkur.
- Hrefna Sigfinnsdóttir, framkvæmdastjóri markaða hjá Landsbankanum.
- Hrund Rudolfsdóttir, forstjóri Veritas Capital og stjórnarformaður Stefnis.
- Ingibjörg Ólafsdóttir, hótelstjóri Radisson BLU Hótels Sögu.
- Ingibjörg Pálmadóttir, eigandi 101 hótels og 365-fjölmiðlasamsteypunnar.
- Janne Sigurðsson, forstjóri Alcoa-Fjarðaáls.
- Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri-grænna.
- Katrín Olga Jóhannesdóttir, stjórnarformaður Já, stjórnarmaður í Icelandair Group og Ölgerðinni og varaformaður Samráðsvettvangs um aukna hagsæld á Íslandi.
- Katrín Pétursdóttir, forstjóri Lýsis.
- Katrín S. Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Hagvangs.
- Kristín Eysteinsdóttir, leikhússtjóri Borgarleikhússins.
- Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands.
- Kristín Pétursdóttir, stjórnarformaður Auðar Capital.
- Liv Bergþórsdóttir, forstjóri Nova. Stjórnarformaður Wow air og í stjórn CCP og 66 norður..
- Magnea Þórey Hjálmarsdóttir, framkvæmdastjóri Icelandair hotels og í framkvæmdastjórn Icelandair Group.
- Margrét G. Flóvenz, stjórnarformaður KPMG og í stjórn Samtaka verslunar og þjónustu.
- Margrét Guðmundsdóttir, forstjóri Icepharma og stjórnarformaður N1.
- Margrét Kristmannsdóttir, framkvæmdastjóri Pfaff, í stjórn SA og BL.
- Ólöf er formaður bankaráðs Seðlabanka Íslands
- Ólöf Nordal Ólöf er formaður bankaráðs Seðlabanka Íslands
- Margrét Pála Ólafsdóttir, forstjóri Hjallastefnunnar.
- Margrét Sanders, framkvæmdastjóri Deloitte og formaður Samtaka verslunar og þjónustu.
- Monica Caneman, stjórnarformaður Arion banka.
- Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR.
- Ólöf Nordal, formaður bankaráðs Seðlabanka Íslands.
- Petrea Ingileif Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Tals.
- Ragna Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar, formaður samráðsvettvangs um aukna hagsæld (eftir McKinsey-skýrsluna) og formaður stýrihóps um innanlandsflug.
- Ragnheiður Elín Árnadóttir, efnahags- og viðskiptaráðherra.
- Ragnheiður Ríkharðsdóttir, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins.
- Rakel Óttarsdóttir, framkvæmdastjóri þróunar- og markaðssviðs Arion banka.
- Rakel Þorbergsdóttir, fréttastjóri RÚV.
- Rannveig Rist, forstjóri Rio Rinto Alcan á Ísland. Í stjórn Samáls, Samtaka atvinnulífsins, HB Granda og Promens.
- Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri á Akranesi.
- Salvör Nordal, forstöðumaður Siðfræðistofnunar Háskóla Íslands.
- Sigríður Benediktsdóttir, framkvæmdastjóri fjármálastöðugleika hjá Seðlabanka Íslands.
- Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari.
- Sigríður Lillý Baldursdóttir, forstjóri Tryggingastofnunar ríkisins.
- Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Já, stjórnarmaður í Samtökum atvinnulífsins og Samtökum verslunar og þjónustu.
- Sigrún Magnúsdóttir, þingflokksformaður Framsóknarflokksins.
- Sigrún Ragna Ólafsdóttir, forstjóri VÍS.
- Sóley Tómasdóttir, forseti borgarstjórnar og oddviti VG í Reykjavík.
- Sólveig Eiríksdóttir, framkvæmdastjóri Gló og brautryðjandi í matargerð.
- Stefanía Óskarsdóttir, stjórnmálafræðingur og lektor við HÍ og virkur álitsgjafi um stjórnmál.
- Steinunn Bjarnadóttir, stjórnarformaður Íslandssjóða.
- Steinunn Jónsdóttir, stjórnarformaður BYKO og stjórnarkona í FKA.
- Svana Helen Björnsdóttir, stjórnarformaður Stika, fyrrverandi formaður Samtaka iðnaðarins, stjórnarmaður í vinnudeilusjóði SA.
- Svanhvít Jakobsdóttir, forstjóri Heilsugæslunnar.
- Svava Johansen, kaupmaður í Sautján.
- Tinna Gunnlaugsdóttir, þjóðleikhússtjóri.
- Una Steinsdóttir, framkvæmdastjóri viðskiptabankasviðs Íslandsbanka.
- Unnur Gunnarsdóttir, forstjóri Fjármálaeftirlitsins.
- Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands.
- Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar og þingmaður Framsóknarflokks.
- Vilborg Einarsdóttir, framkvæmdastjóri Mentors og stjórnarmaður í Samtökum iðnaðarins.
- Þóranna Jónsdóttir, forseti viðskiptadeildar Háskólans í Reykjavík og í stjórn Íslandsbanka.
- Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, framkvæmdastjóri Pitsa Hut á Íslandi og Finnlandi og formaður Félags kvenna í atvinnurekstri.
- Þórey S. Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða.