Athugasemd varðandi grein um brunann í Málmey

Glöggur lesandi hafði samband og var með ábendingu um missögn í grein um brunann í Málmey sem birtist í Jólablaði Feykis á dögunum. Eins og fram kom í greininni var það vélbáturinn Skjöldur SI 82 sem gerður var út í björgunarleiðangurinn, en skipstjórinn var Magnús Guðjónsson, en ekki Sveinn Ásmundsson eins og sagt er í greininni.

Sveinn var hins vegar í forsvari fyrir björgunarsveitina og tók sem slíkur þátt í leiðangrinum. Munu heimildir um atburðinn vera misvísandi varðandi þetta. Þess má svo til gamans geta að Skjöldur, sem gerður var út af samnefndri útgerð á Siglufirði, var eikarbátur, byggður í Svíþjóð árið 1947.

Fleiri fréttir