Auddi og Sveppi sýna Krókinn í kvöld
feykir.is
Skagafjörður, Listir og menning
19.03.2010
kl. 14.14
Sérstakur áhugamaður um þá félaga Audda og Sveppa hafði lymskulega samband við Feyki með netpósti og bað fyrir þau skilaboð að í þætti þeirra kappa í kvöld munu þeir heimsækja uppeldisstöðvar Audda Blöndal, en hann var einmitt svolítið alinn upp á Sauðárkróki. Eflaust verður spennandi að fylgjast með þættinum enda fáir hressari en þeir snillar.
Og fyrst minnst er á Audda og Sveppa er kannski ekki úr vegi að minna á væntanlega heimsókn félaga þeirra og Skagfirðings, Péturs Jóhanns, sem ætlar að sviðsetja sjálfan sig í Miðgarði þann 26. mars næstkomandi. Hann mun væntanlega fara með gamanmál.