Aukanámskeið í kransagerð
Á Facebook-síðu Farskólans segir að þann 13. september hafi verið haldið námskeiðið Að búa til þinn eigin krans og aðsóknin hafi verið frábær. Ákveðið var í framhaldi að setja á laggirnar þrjú aukanámskeið dagana 16. og 17. október á Sauðárkróki og 19. október á Skagaströnd. Það eru örfá sæti laus á þessi námskeið og um að gera að bregðast hratt við til að tryggja sér sæti.
Um er að ræða námskeið það sem þátttakendur fá fræðslu um blómakransa og kennd verða undirstöðuatriði í kransagerð og fá þeir að vefja sinn eigin krans. Þá verður langt áherslu á að nota hráefni úr náttúrunni og er það innifalið í verðinu. Þáttakendur fá svo að fara heim með sinn eigin krans að námskeiði loknu sem þeir geta svo notið í komandi jólastússi.
Leiðbeinandi: Alma Lilja Ævarsdóttir blómahönnuður. Eigandi blómaverkstæðisins Salvíu.
Hvar og hvenær:
Tvö aukanámskeið á Sauðárkróki 16 og 17.október.
Skagaströnd 19.október.
18:00-21:00
Hægt er að skrá sig á námskeiðið hér
Lengd: 3.klst
Verð: 32.000 kr*
*ATH: Stéttarfélögin Aldan, Samstaða, Kjölur, Sameyki og Verslunarmannafélag Skagafjarðar greiða námskeiðsgjaldið að fullu fyrir sína félagsmenn. Athugið að námskeiðin eru öllum opin og minnum við aðra en félagsmenn þessara félaga á að kanna rétt sinn hjá sínu stéttarfélagi.
Fleiri fréttir
-
Sæluvikan sett í Safnahúsi Skagfirðinga í dag
Sæluvika, lista- og menningarhátíð í Skagafirði, verður dagana 27. apríl - 3. maí. Setningin verður í Safnahúsinu í dag, sunnudaginn 27. apríl, og hefst kl. 13:00. Þar verða m.a. veitt Samfélagsverðlaun Skagafjarðar og úrslit í Vísnakeppninni verða kunngerð.Meira -
Tindastóll og Stjarnan mætast í dag
feykir.is Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Íþróttir, Vestur-Húnavatnssýsla, Lokað efni 27.04.2025 kl. 00.37 oli@feykir.isBesta deild kvenna er kominn á fullt og Stólastúlkur þegar búnar að leika tvo leiki; unnu þann fyrsta en voru síðan skrambi óheppanar að tapa fyrir sameinuðum Akureyringum í Þór/KA. Fjörið heldur áfram í dag en þá kemur lið Stjörnunnar í heimsókn á Krókinn og hefst leikurinn kl. 17:00.Meira -
Áltanes jafnaði metin
Körfuboltinn á hug ansi margra þessa dagana og nú á föstudagskvöldið spiluðu lið Tindastóls og Álftaness annan leik sinn í undanúrslitaeinvígi Bónua deildar karla. Tindastóll vann fyrsta leikinn örugglega en það varð naglbítur þegar liðin mættust öðru sinni og þá í Kaldalónshöll þeirra Álftnesinga sem höfðu á endanum betur, 94-92, og jöfnuðu því einvígið.Meira -
Íslensk kjötsúpa í boði
Guðjón Þór Hjálmarsson býr á Blönduósi, nánar tiltekið á Hlíðarbrautinni, verður fermdur þann 26. apríl í Blönduóskirkju af sr. Eddu Hlíf Hlífarsdóttur. Foreldrar Guðjóns eru þau Hjálmar Björn Guðmundsson og Ingibjörg Signý Aadnegard.Meira -
„Einstakt tækifæri til að efla háskólastarf á landsbyggðinni“
feykir.is Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla, Lokað efni 25.04.2025 kl. 16.12 oli@feykir.isRektorar Háskóla Íslands (HÍ), Háskólans á Hólum (HH) og háskólaráðherra undirrituðu í dag samkomulag um stofnun háskólasamstæðu með þátttöku þessara tveggja háskóla. Í frétt á heimasíðu Háskólans á Hólum segir að samstæðan taki formlega til starfa þann 1. janúar á næsta ári en henni er ætlað að bæta samkeppnishæfni háskólanna tveggja ásamt því að auka gæði náms, rannsókna, stoðþjónustu og auka tengsl við atvinnulíf og samfélög um land allt. Háskólasamstæðan mun starfa undir nafni Háskóla Íslands.Meira
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.