Aukanámskeið í kransagerð
Á Facebook-síðu Farskólans segir að þann 13. september hafi verið haldið námskeiðið Að búa til þinn eigin krans og aðsóknin hafi verið frábær. Ákveðið var í framhaldi að setja á laggirnar þrjú aukanámskeið dagana 16. og 17. október á Sauðárkróki og 19. október á Skagaströnd. Það eru örfá sæti laus á þessi námskeið og um að gera að bregðast hratt við til að tryggja sér sæti.
Um er að ræða námskeið það sem þátttakendur fá fræðslu um blómakransa og kennd verða undirstöðuatriði í kransagerð og fá þeir að vefja sinn eigin krans. Þá verður langt áherslu á að nota hráefni úr náttúrunni og er það innifalið í verðinu. Þáttakendur fá svo að fara heim með sinn eigin krans að námskeiði loknu sem þeir geta svo notið í komandi jólastússi.
Leiðbeinandi: Alma Lilja Ævarsdóttir blómahönnuður. Eigandi blómaverkstæðisins Salvíu.
Hvar og hvenær:
Tvö aukanámskeið á Sauðárkróki 16 og 17.október.
Skagaströnd 19.október.
18:00-21:00
Hægt er að skrá sig á námskeiðið hér
Lengd: 3.klst
Verð: 32.000 kr*
*ATH: Stéttarfélögin Aldan, Samstaða, Kjölur, Sameyki og Verslunarmannafélag Skagafjarðar greiða námskeiðsgjaldið að fullu fyrir sína félagsmenn. Athugið að námskeiðin eru öllum opin og minnum við aðra en félagsmenn þessara félaga á að kanna rétt sinn hjá sínu stéttarfélagi.
Fleiri fréttir
-
Skagafjörður auglýsir til leigu grunnskólann á Hólum
Sveitarfélagið Skagafjörður auglýsir til leigu fasteignina Hólar Grunnskóli F2142800, 409 fermetra húsnæði ásamt íbúðarhluta sem er að auki 135 fermetrar, staðsett á Hólum í Hjaltadal Skagafirði. Húsnæðið var áður notað sem skólabygging og hentar því vel fyrir ýmsa starfsemi.Meira -
Byggðaleið valin fyrir Holtavörðuheiðarlínu 3
feykir.is Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla, Lokað efni 05.11.2025 kl. 11.12 oli@feykir.isLandsnet hefur ákveðið hvaða línuleið verði farin vegna Holtavörðuheiðarlínu 3 en fara á svokallaða byggðaleið með áfangaskiptingu. Í frétt í Húnahorninu segir að áfangaskipting verði þannig útfærð að línan verði byggð í fyrsta áfanga frá Blöndu að Laxárvatni og tekin í rekstur þegar sá áfangi er tilbúinn, en í beinu framhaldi yrði línan byggð að tengivirki á Holtavörðuheiði. Þetta kemur fram í tölvupósti sem Landsnet hefur sent til landeigenda á fyrirhugaðri línuleið.Meira -
Stórleikur Maddiar dugði ekki til gegn Keflvíkingum
Tindastóll og Keflavík mættust í sjöundu umferð Bónus deildar kvenna í körfubolta í Síkinu í gærkvöldi. Það kom svo sem ekki á óvart að lið Keflavíkur reyndist sterkara en heimaliðið enda við fyrrverandi Íslandsmeistara að etja. Gestirnir sigu fram úr þegar leið á þriðja leikhluta og innbyrðu nokkuð öruggan sigur. Lokatölur 88-96.Meira -
Síkið í kvöld!!
feykir.is Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Íþróttir, Vestur-Húnavatnssýsla 04.11.2025 kl. 13.00 gunnhildur@feykir.isNú er búið að taka til í Síkinu eftir árshátíð ársins og leikdagur framundan hjá meistaraflokki kvenna. Tindastóll tekur á móti Keflvíkingum.Meira -
Gleði og gaman á Kótilettukvöldi í Eyvindarstofu
Það var ekki bara Kaupfélag Skagfirðinga sem stóð fyrir veislu um helgina, Valli í Húnabyggð lét ekki deigan síga og stóð fyrir 51. kótilettukvöldinu sem fram fór í Eyvindarstofu á Blönduósi. „Mikil gleða og en meira gaman,“ skrifar Valli á Facebook sem segir að Helgi Páll veislustjóri hafi farið á slíkum kostum að hann var umsvifalaust ráðinn til að endurtaka leikinn að ári.Meira
