Aukasýningar á Fólkinu í blokkinni

Uppselt hefur verið á allar sýningar Leikfélags Sauðárkróks á söngleiknum Fólkinu í blokkinni sem sýnt hefur verið á fjölum Bifrastar frá upphafi Sæluviku. Aukasýningar um helgina.

LS hefur ákveðið að bæta við tveimur aukasýningum um helgina, laugardagskvöldið klukkan 20:30 og sunnudag klukkan 17:00. Miðasala fer fram í Kompunni hjá Herdísi eða í síma Leikfélagsins 849-9434.

Fleiri fréttir