Aurskriða féll á skíðasvæðinu í Tindastól

Skíðasvæðið í dag. Mynd: SMH
Skíðasvæðið í dag. Mynd: SMH

Í gærkvöldi sló rafmagnið út á Skagalínu og Reykjaströnd. Brynjar Þór Gunnarsson, starfsmaður RARIK, kom fyrstur á staðinn og sagði í samtali við Feyki að þegar starfsmenn RARIK leituðu að rót vandans kom í ljós að aurskriða hafi fallið á skíðasvæðinu í Tindastól og ábyggilega eyðilagt háspennulínu sem liggur upp í Einhyrning, sem er kennileiti á svæðinu. Í spennistöðinni sem liggur upp á Einhyrning er sendir Mílu og neyðarlínunnar, og verður hann keyrður á varafli þangað til jörðin þornar og eitthvað verður gert. 

„Það er hvergi rafmagnslaust núna, það var sett svona bráðabirgða, strengurinn tekinn úr sambandi og settur tappi í spennustöðina þarna við skíðasvæðið. Það er rafmagn upp að skíðalyftunni en ekkert frá henni og upp á Tindastól,“ segir Brynjar.

Varstu var við einhverjar frekari skemmdir á skíðasvæðinu? 

„Ég náði svosem ekkert að kíkja neitt rosalega vel á þetta útaf roki og ógeði en það þarf greinilega eitthvað að taka til þarna, grjóthreinsa og eitthvað.“ 

/SMH

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir