B og D listi í Húnaþingi vestra undirrita málefnasamning _ Uppfært

Í gær var skrifað undir málefnasamning um meirihlutasamstarf milli B lista Framsóknar og annarra framfarasinna og D lista Sjálfstæðismanna og óháðra í Húnaþing vestra.

"Formlegar meirihlutaviðræður B-lista og D-lista í Húnaþingi vestra hafa verið í gangi undanfarna daga. Viðræðurnar báru þann árangur að miðvikudagskvöldið 25. maí sl. undirrituðu oddvitar listanna, Þorleifur Karl Eggertsson f.h. B-lista og Magnús Magnússon f.h. D-lista, formlegan málefnasamning á Hótel Laugarbakka í Miðfirði. Samningurinn tiltekur helstu framkvæmdir sem listarnir eru sammála um að setja á oddinn á kjörtímabilinu og þau málefni sem unnið verður að á ýmsum sviðum sveitarfélagsins. Einnig er lögð rík áhersla á þau mál er varða samskipti sveitarfélags, ríkis og innviðafyrirtækja. Þar er undirstrikað mikilvægi þess að staðið verði við þær skuldbindingar af hálfu hins opinbera, sem þegar hafa verið gefnar, og bætt verði úr í þeim málum og málaflokkum sem út af hafa staðið. Skipting helstu embætta verður sú að Þorleifur Karl Eggertsson verður oddviti sveitarstjórnar en Magnús Magnússon verður formaður byggðarráðs. Lögð er áhersla á að ráðning sveitarstjóra fari fram með faglegum hætti," segir í tilkynningu.

Fréttin hefur verið uppfærð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir