Bach í Blönduósskirkju

Mynd: Facebooksíðan Bach í Blönduóskirkju
Mynd: Facebooksíðan Bach í Blönduóskirkju

Á morgun, þriðjudaginn 28. nóvember klukkan 20:00, verða haldnir styrktartónleikar í Blönduósskirkju þar sem tilefnið er að safna fé fyrir orgelsjóð kirkjunnar. Þá mun Eyþór Franzson Wechner, organisti kirkjunnar leika verk eftir Johann Sebastian Bach. 

Verkin sem verða leikin eru Schmücke dich, o liebe Seele BWV 654, Fantasía og fúga í g-moll BWV 542 og Tríó-sónata nr.4 í e-moll BWV 528.

Allir eru velkomnir og er aðgangur er ókeypis en bent er á orgelsjóð kirkjunnar og tekið verður við frjálsum framlögum. Fyrir þá sem kjósa rafræna leið er hægt að millifæra inn á orgelsjóðinn á reikning númer 0307-13-300040, kennitala 550914-0340.

Á Facebooksíðu þar sem viðburðurinn er auglýstur segir:
Á nokkurra ára fresti þarf að stilla og yfirfara orgel, bæði til að halda því í toppstandi og líka til að fyrirbyggja stærri og alvarlegri skemmdir. Orgelið okkar í Blönduóskirkju er bæði hljómfagurt og glæsilegt hljóðfæri sem verðskuldar góða meðhöndlun. Því datt mér í hug að spila nokkra stutta en skemmtilega tónleika fram að næsta "viðhaldi", sem yrði vonandi að einhverjum hluta til (vonandi sem stærstum!) fjármagnað af framlögum tónleikagesta. Þetta eru fyrstu tónleikarnir í röðinni og er hægt að byrja betur en með hreinræktuðum Bachtónleikum?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir