Bæjarráð Blönduósbæjar mótmælir
Á bæjarráðsfundi Blönduósbæjar sem haldinn var í gær var samþykkt bókun þar sem niðurskurði sem settar eru á Heilbrigðiststofnunina á Blönduósi og birtist í fjárlagafrumvarpi 2011 er mótmælt.
Bæjarráð bókaði eftirfarandi:
Bæjarráð Blönduósbæjar mótmælir harðlega þeim niðurskurði sem settar eru á Heilbrigðiststofnunina á Blönduósi og birtist í fjárlagafrumvarpi 2011. Heilbrigðisstofnunin hefur á undangegnum árum þurft að sæta miklum niðurskurði og er nú svo komið að vegið er að grunnþjónustu og velferð íbúa í Austur-Húnavatnssýslu. Jafnframt mun öryggi ferðamanna sem fer um hálendið og þjóðveg 1 vera teflt í tvísýnu. Gangi þessar tillögur eftir er samanlagður niðurskurður síðustu þriggja ára tæp 40%. Bæjarráð ítrekar boð sitt um að koma að vinnu við hagræðingu og samvinnu heilbrigðistofnanna á Norðurlandi vestra en mótmælir niðurlagningu á starfssemi á landsbyggðinni sem eru í tillögum að fjárlögum næsta árs.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.