Bændamarkaður um Laufskálaréttarhelgi
Bændamarkaður á Hofsósi verður haldinn um Laufskálaréttarhelgina, nánar tiltekið næstkomandi sunnudag, þann 30. september klukkan 12-15 í gamla pakkhúsinu á Hofsósi. Markaðurinn, sem var haldinn í nokkur skipti í sumar, mæltist mjög vel fyrir og óhætt er að segja að plássið á Hofsósi hafi iðað af lífi þessa daga.
„Verið velkomin á þennan lifandi markað afurða auðlinda svæðisins og norðlenskrar matarmenningar, -hefða og handverks, þar sem bændur og aðrir framleiðendur og handverksfólk svæðisins bjóða framleiðslu sína frá fyrstu hendi. Haustmarkaðurinn mun bjóða upp á fjölbreytt úrval afurða þessarar gjöfulu árstíðar," segir í auglýsingu frá Bændamarkaðinum Hofsósi.
Hægt er að kynna sér markaðinn nánar á Facebooksíðunni Bændamarkaður Hofsósi.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.