Basar og handverkssýning

Félag eldri borgara í Skagafirði heldur sinn árlega basar og handverkssýningu á munum þjónustuþegar í félagsaðstöðu Dvalarheimilisins sunnudaginn 23. nóvember kl. 14:00-17:00. Allir sem vilja geta pantað sér söluborð á basarinn.

Þeir sem vilja söluborð á basarnum geta haft samband við Auði Ketilsdóttur í síma 4671014 eða 8631014. Vakin skal athygli á því að söluborðin eru einnig opin öðrum aldurshópum þó þau séu á vegum Félags eldri borgara. Auk handverks á basarinn væri vel þegið eitthvað matarkyns, svo sem sultur, egg og brauðmeti.

Fleiri fréttir