Bein steypireyðarinnar verða varðveitt

Vísir.is segir frá því að umhverfis- og menntamálaráðherra hafi fengið samþykkta tveggja milljóna króna fjárveitingu á ríkisstjórnarfundi í gærmorgun til að bjarga beinagrind steypireyðarinnar sem rak á land á Skaga á dögunum.

Steypireyður er alfriðuð skepna en hún er talin vera stærsta dýr sem lifað hefur á jörðinni. Þar sem hvalurinn er alfriðaður er ekki hlaupið að því að verða sér út um beinagrind úr honum. En á mánudaginn í síðustu viku fannst hræ af um tuttugu og þriggja metra langri steypireyð við eyðibýlið Ásbúðir á Skaga. Umhverfis og menntamálaráðherra hafa nú gripið til ráðstafana svo bjarga megi beinagrind hvalsins.

Náttúrufræðistofnun Íslands mun sjá um björgun beinanna og setja þau í varðveislu sem að endingu ætti að enda á góðum stað, almenningi til sýnis og fræðslu en ekki liggur fyrir enn hvar beinagrindinni verði komið fyrir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir