Berglind vann eldvarnargetraunina
Berglind Gísladóttir vann eldvarnargetraun sem Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna efndi til við lok Eldvarnarviku, sem haldin var í nóvember sl., en sambandið stendur fyrir árlegu eldvarnarátaki í samvinnu við fagaðila og slökkviliðin í landinu. Þá eru öll börn í 3. bekk heimsótt og frædd um eldvarnir á heimilum og þær helstu hættur sem ber að varast.
Berglind var ein af þeim fjölmörgu krökkum um land allt sem tók þátt í getrauninni um eldvarnir heimilanna og svaraði öllum spurningunum rétt.
Af því tilefni heimsótti Vernharð Guðnason slökkviliðsstjóri Brunavarnar Skagafjarðar krakkana í 3. bekk á ný nú í morgun, ásamt Svavari Birgissyni slökkviliðsmanni, til að afhenda Berglindi verðlaunin. Krakkarnir voru að snæða nestið sitt og voru mjög hissa þegar Vernharð og Svavar bar að garði.
„Við vorum svo heppin í ár að Berglind Gísladóttir hlaut ein verðlaunin,“ segir Vernharð og bætir við: „ eru Ipod Nano, reykskynjari, blað slökkviliðsmanna og viðurkenningarskjal fyrir þátttökuna.“
Berglind segir það vera mjög gaman að fá verðlaunin og er augljóslega mjög uppi með sér. Hún segist ekki hafa átt Ipod fyrir en bætir við að hún hafi átt reykskynjara. Berglind er dóttir Gísla Einarssonar og Láru Kristínar Gísladóttur.