Bikarkeppni Norðurlands - Ágætur árangur Skagfirðinga

Bikarkeppni Norðurlands í frjálsíþróttum fór fram í Boganum á Akureyri laugardaginn 21. mars.  UMSS og UFA áttu flesta keppendur og háðu harða baráttu um sigur. Keppendur komu einnig frá USAH og UMSE, en Þingeyinga var sárt saknað. 

Í kvennaflokki sigraði lið UMSS, hlaut 81 stig, UFA 70 stig og UMSE 15 stig.

Linda Björk Valbjörnsdóttir sigraði í 60m  hlaupi, 800m hlaupi og 60m grindahlaupi og Guðrún Ósk Gestsdóttir sigraði í þrístökki.

 

Í karlaflokki sigraði lið UFA, hlaut 101 stig, UMSS 71 stig og USAH 41 stig.

Halldór Örn Kristjánsson sigraði í 60m grindahlaupi.

 

Í samanlagðri stigakeppni sigraði lið UFA sem hlaut 171 stig, lið UMSS varð í 2. sæti með 152 stig, USAH í 3. sæti með 41 stig og UMSE í 4. sæti með 15 stig.

Fleiri fréttir