Bikarleiknum frestað um sólarhring sökum ófærðar

Til stóð að lið Tindastóls og Þórs Akureyri leiddu saman hesta sína í Síkinu í kvöld í átta liða úrslitum Geysis-bikarsins. Nú er hins vegar ljóst að ákveðið hefur verið að fresta leiknum um sólarhring sökum ófærðar en Öxnadalsheiðin er lokuð og ekki útlit fyrir að veður skáni í dag. 

Fram kemur á vef KKÍ að ákvörðunin hafi verið tekin að höfðu samráði við sérfræðinga Vegagerðarinnar og Veðurstofunnar sem og í samráði við bæði félögin.

Að sögn Ingólfs Jóns Geirssonar, formanns körfuknattleiksdeildar Tindastóls, hefur þetta í för með sér að leikurinn gegn Val í Dominos-deildinni, sem fara átti fram nk. fimmtudagskvöld, færist sömuleiðis aftur um einn dag og verður spilaður í Síkinu á föstudag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir