Bilun í hitaveitu norðan Laugarbakka

Sökudólgurinn, sprungið afloftunarrör. Mynd: hunathing.is
Sökudólgurinn, sprungið afloftunarrör. Mynd: hunathing.is

Á vef Húnaþings vestra er vakin athygli á því að vegna bilunar í stofnæð hitaveitu norðan við Laugarbakka verður vatnið tekið af í dag, 11. janúar, frá kl. 9 og fram eftir degi. 

Bilunin snerti Hvammstanga, Línakradal og Víðidal.

Eftirfarandi atriði er gott að hafa í huga eftir þjónusturof hitaveitu:

  1. Hafa þarf í huga að loft getur komist á kerfið þegar vatni er hleypt á að nýju með viðeigandi óhljóðum. 
  2. Húsráðendum er bent á að við viðgerðir kunna óhreinindi að fara af stað í lögnum þegar vatni er hleypt á. Því er nauðsynlegt að skola kerfið vel út með því að láta vatn renna um stund. Best er að útskolun fari fram sem næst inntaksstað sé þess kostur.
  3. Sé húsráðandi í vafa um hvernig bregðast á við skal undantekningalaust haft samband við pípulagningameistara.

Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir