Bílvelta skammt frá Reynistað
feykir.is
Skagafjörður
01.12.2016
kl. 15.10
Ökumaður slapp ómeiddur þegar bifreið fór út af veginum valt skammt frá Reynisstað í Skagafirði í dag. Lögreglunni barst útkall um óhappið klukkan 13:40. Þegar blaðamaður Feykis átti leið hjá var verið að fjarlægja bílinn.
Að sögn Lögreglunnar á Norðurlandi vestra var mikil hálka þegar óhappið átti sér stað. Ökumaðurinn, sem var erlendur ferðamaður, slapp ómeiddur.