Bílvelta við Vagla í Blönduhlíð

Farþegar bíls sem valt við bæinn Vagla í Blönduhlíð í gær voru fluttir til aðhlynningar á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. Mikil hálka varð þegar óhappið átti sér stað, en það voru farþegar og bílstjóri Strætó bs á leið 57A sem komu þar að.

Í tilkynningu frá Strætó bs, sem m.a. birtist á vef Mbl í dag, er farþegum strætó þökkuð þolinmæðin sem þeir sýndu og aðstoðin við hina slösuðu. Vagnstjórinn hringdi eftir aðstoð en farþegar aðstoðuðu farþegar bílsins. Vegna atviksins seinkaði vagninum um 40 mínútur.

Þegar Feykir hafði samband við Lögregluna á Sauðárkróki í dag var þeim ekki kunnugt um hversu alvarleg meiðsli hefðu orðið á fólki. Mikil hálka var í Skagafirði gær og töluverð snjókoma þegar leið á kvöldið. Lögreglunni bárust þó ekki fleiri tilkynningar um óhöpp vegna þess.

Fleiri fréttir