Bíódagar eða Hóla Skottan
Áfram heldur Sæluvikan og líkt og fyrri dagana verður nóg að sjá, heyra og upplifa á þessum miðvikudegi í Sæluviku.
Dagskráin er eftirfarandi;
06:50-21:00 Ljósmyndasýning Ljósku :: Sundlaug Sauðárkróks
Sýning í anddyri sundlaugarinnar á Sauðárkróki.
09:00 Alli Nalli og tunglið :: Íþrótahúsið á Sauðárkróki
Sýning fyrir 1.2. og 3. bekk Árskóla.
10:00-11:00 Listahátíð barnanna í Sæluviku :: Barnaborg
Opið hús verður í leikskólanum Barnaborg á Hofsósi. Heitt á könnunni.
10:15 Alli Nalli og tunglið :: Íþrótahúsið á Sauðárkróki
Sýning fyrir leikskólabörn á Sauðárkróki.
10:00-22:00 Norðurljós í Skagafirði - Ljósmyndasýning :: Hús Frítímans Ljósmyndir eftir Jón Hilmarsson.
13:00 Alli Nalli og tunglið :: Íþrótahúsið í Varmahlíð
Sýning fyrir yngstu börn grunnskóla og leikskólabörn í Varmahlíð.
9:15-16:00 Sölusýning á verkum notenda Iðju-Hæfingar
LANDSBANKANUM Á SAUÐÁRKRÓKI
Sýning í boði Landsbankans.
16:00-19:00 Litbrigði samfélagsins – Myndlistasýning
SAFNAHÚSIÐ Á SAUÐÁRKRÓKI Myndlistasýning heimamanna.
20:00 Kvikmyndasýning :: BIFRÖST
20:00 Friðriksvaka :: MENNINGARHÚSIÐ MIÐGARÐUR
Dagskrá tileinkuð Friðrik Þór Friðrikssyni kvikmyndaleikstjóra.
Aðgangur ókeypis.
20:00 Einleikur með Skottu! :: Hólar í Hjaltadal
Útileiksýning á Hólum í Hjaltadal. Miðapantanir í síma 898 9820.