Bjarni sat ekki auðum höndum á Alþingi

Bjarni Jónsson í ræðupúlti Alþingis.
Bjarni Jónsson í ræðupúlti Alþingis.

Bjarni Jónsson, varþingmaður Vinstri grænna, hefur lokið setu sinni á Alþingi í bili en hann tók sæti fyrir Lilju Rafneyju Magnúsdóttur í upphafi liðinnar viku. Hann nýtti tímann vel því á þessum stutta tíma flutti hann jómfrúarræðu sína í sérstakri umræðu um skipulag haf- og strandsvæða og var hann fyrsti flutningsmaður 16 fyrirspurna til ráðherra og meðflutningsmaður að einni.

Meðal þess sem Bjarni spyr samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra er hve miklum fjármunum verði varið á þessu ári til viðhalds og uppbyggingar á þremur tengivegum á Norðurlandi vestra sem oft hafa ratað í fréttir vegna slælegs ástands. Um er að ræða Hegranesveg, Reykjastrandarveg og Vatnsnesveg.

Ráðherra er spurður hvort hann telji að það fé nægi til fullnægjandi endurbóta á framangreindum vegum eða hvort hann hyggist beita sér fyrir því að viðbótarfjármagni verði veitt til uppbyggingar þeirra og ef svo er, hve miklu og hvenær? Loks er hann inntur eftir því hvort fyrir liggi tímasett áætlun um hvenær bundið slitlag verður lagt á vegina og þeim framkvæmdum lokið.

Í annarri fyrirspurn til sama ráðherra er hann spurður hvenær hann telji að lokið verði við endurbyggingu allra helstu stofnleiða á landi og tengingu þeirra við þéttbýli, þar sem eru hundrað íbúar og fleiri, með bundnu slitlagi og viðunandi burðarþoli. „Mun ráðherra beita sér fyrir því að þeim framkvæmdum verði hraðað enn frekar og til þess veittir meiri fjármunir svo að það takist?“ spyr Bjarni.

Sjá nánar HÉR 

Fyrirspurnir og skýrslur Bjarna síðustu viku er hægt að sjá HÉR

Tengdar fréttir: Bjarni Jónsson flutti jómfrúarræðuna á Alþingi sl. mánudag 

Spyr ráðherra hver staða Alexandersflugvallar á Sauðárkróki sé

Fleiri fréttir