Björgunarfélagið Blanda á Blönduósi kallað út
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla
11.05.2009
kl. 09.14
Björgunarfélagið Blanda á Blönduósi var kallað út á föstudag til aðstoðar vegna bílveltu við Stórhól í Húnaþingi vestra. Bílstjóri og sonur hans voru fluttir á Heilbrigðisstofnunina á Hvammstanga lítið meiddir.
Önnur beiðni um aðstoð kom stuttu síðar við að draga bíl upp á veg við bæinn Gauksmýri. Þar hafði bíllinn skrikað útaf vegna hálku og krapa.