Björgunarsveitin Grettir 80 ára - Myndir
feykir.is
Skagafjörður
25.11.2014
kl. 17.12
Eina og fram kom í síðasta tölublaði Feykis fagnar Björgunarsveitin Grettir á Hofsósi 80 ára starfsafmæli ár ár, en sveitin var stofnuð árið 1934, þá sem Björgunarfélag Hofshrepps.
Starfaði félagið nokkuð skrykkjótt fram til ársins 1950 en var svo endurvakin úr dvala árið 1976. Mjög fljótlega eftir það fékk hún nafnið Grettir.
Afmælisfagnaður var haldinn í húsnæði sveitarinnar á Hofsósi síðast liðinn laugardag. Var þar margt gesta og bárust sveitinni góðar gjafir og kveðjur vegna tímamótanna. Blaðamaður Feykis leit við og smellti af meðfylgjandi myndum.