Björgunarsveitir stóðu í ströngu

Björgunarsveitin Húnar á Hvammstanga hafði í nógu að snúast þegar veturinn kvaddi og sumarið heilsaði en á miðvikudagskvöld var hún kölluð út vegna fólks sem var í vandræðum vegna óveðurs á Holtavörðuheiði. Útkallið vatt upp á sig því flutningabíll valt á sama tíma og voru allir viðbragðsaðilar á svæðinu, lögregla, slökkvilið, sjúkrabíll og liðsmenn björgunarsveitanna Heiðari, Blöndu og Strönd komnir á heiðina líka innan skamms.
Var ökumaður flutningabílsins fluttur á sjúkrahús. Daginn eftir, sumardaginn fyrsta fóru Húnar aftur á upp á Holtavörðuheiðina til að aðstoða við að koma flutningabílnum aftur á hjólin. Ökuskilyrði voru afar slæm á heiðinni þegar árstíðirnar mættust, mjög hvasst, lítið skyggni og fljúgandi hláka, eins og segir á fésbókarsíðu Björgunarfélagsins Blöndu.