Blanda enn aflahæst
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
17.07.2014
kl. 09.14
Blanda er aflahæsta laxveiðiá landsins í dag, samkvæmt veiðitölum á vef Landssambands veiðifélaga, angling.is. Nýjustu tölur á vefnum eru frá því í gær, miðvikudaginn 16. júli og voru þá komnir 882 laxar úr Blöndu.
Af öðrum ám á Norðurlandi vestra má nefna að Miðfjarðará er í fimmta sæti með 328 laxa, Laxá á Ásum í áttunda sæti með 201, Vatnsdalsá í ellefta sæti með 176 og Víðidalsá í því fimmtánda með 130 laxa.