Bleiki dagurinn í dag
Október er mánuður Bleiku slaufunnar, árveknis- og fjáröflunarátaks Krabbameinsfélags Íslands gegn krabbameinum hjá konum. Af því tilefni klæðast landsmenn einhverju bleiku í dag, föstudaginn 12. Október, eða hafa bleikan lit í fyrirrúmi og sýna þar með samstöðu í baráttunni.
Bleiki dagurinn hefur notið mikilla vinsælda síðustu ár - ekki síst á vinnustöðum þar sem fólk bregður á leik og láta skólarnir sitt eftir liggja. Feykir brá sér í bæinn í dag og kíkti á nokkra bleika staði og að sjálfsögðu bleikaði starfsfólk Feykis og Nýprents sig upp líka í myndatöku.
.
