Bleikur dagur í Árskóla
feykir.is
Skagafjörður
10.10.2008
kl. 18.47
Í dag var bleikur dagur í Árskóla til stuðnings Bleiku slaufunni en hún er hluti að fjáröflun í söfnun Krabbameinsfélags Íslands fyrir nýjum tækjum til að leita að brjóstakrabbameini. Sala á Bleiku slaufunni er árlegt söfnunarátak Krabbameinsfélags Íslands og hófst 1. október. Blaðamaður Feykis rakst á nokkra bleikklædda í Árskóla og Árvist.