Blönduósbær 30 ára

Gamli bærinn á Blönduósi. Mynd:FE
Gamli bærinn á Blönduósi. Mynd:FE
Húni.is greinir frá því að í dag eru 30 ár síðan Blönduós hlaut bæjarréttindi og þar með nafngiftina Blönduósbær. Upphaflega tilheyrði Blönduós Torfalækjarhreppi. Staðurinn fékk löggildingu sem verslunarstaður þann 1. janúar 1876 þegar Thomsen kaupmaður hóf verslun þar en varð, árið 1914, að sérstökum hreppi, Blönduóshreppi. Þann 1. febrúar árið 1936 stækkaði svo hreppurinn þegar hann fékk skika úr landi Engihlíðarhrepps.
 
Þann 9. júní 2002 sameinuðust Blönduósbær og Engihlíðarhreppur undir nafni þess fyrrnefnda.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir