Blönduósbær auglýsir eftir styrkumsóknum

Á heimasíðu Blönduósbæjar kemur fram að menningar-, æskulýðs- og íþróttasamtök, sem hyggjast sækja um styrki vegna starfsemi  sinnar fyrir árið 2011 þurfa að senda umsóknir merktar fyrir 1. nóvember.

 Umsækjendum er bent á að eyðublöð má finna á heimasíðu Blönduóssbæjar www.blonduos.is undir „Eyðublöð/Umsókn um styrk úr bæjarsjóði“.

 Lögð er áhersla á að við móttöku styrkja sé gerður samningur við sveitarfélagið þar sem samstarf er nánar skilgreint. Styrkþegum sem þegið hafa styrki á þessu ári er bent á að skila þarf inn stuttri greinargerð um ráðstöfun styrkja. Nánari upplýsingar eru á umsóknarblaði.

Fleiri fréttir