Blönduskóli á vef Námsgagnastofnunar

Verkefni sem nemendur unglingadeildar Blönduskóla unnu á degi íslenskrar tungu, 16. nóvember, á síðasta ári er nú sýnilegt á vef Námsgagnastofnunar. Verkefnið nefnist götuljóð og felst í því að finna texta í umhverfi sínu og sjá það ljóðræna við hann.

Húni.is segir frá því að nemendurnir hafi farið út með myndavélar og hluta verka þeirra má, eins og áður sagði, sjá á vef Námsgagnastofnunar. Íslenskukennari skólans fékk sendan póst frá umsjónarmanni verkefnisins þar sem fram kom að Blönduskóli væri eini skólinn sem hafi sent inn myndir.

Nú er bara að kíkja á vefinn og sjá hvað vakti athygli unglinganna fyrir ári síðan.

http://www.nams.is/dagsins/dag_isl_tung/index.htm

Fleiri fréttir