Borce Ilievski ráðinn þjálfari í körfunni
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
11.05.2010
kl. 09.13
Samningur var undirritaður á föstudaginn milli körfuknattleiksdeildar Tindastóls og Borce Ilievski, um að hann taki að sér þjálfum meistaraflokks næstu þrjú árin og þjálfi auk þess í yngri flokkunum og verði þar þjálfurum til aðstoðar og kennslu. Þá mun hann veita körfuboltaskólanum forstöðu.
Borce hefur þjálfað KFÍ á Ísafirði sl fjögur tímabil og undir hans stjórn komst liðið upp í úrvalsdeildina á nýafstöðnu keppnistímabili. Með ráðningu hans er nú kominn atvinnuþjálfari til starfa hjá félaginu sem körfuknattleiksdeildin bindur miklar vonir við. Sumaræfingar hefjast formlega um næstu mánaðarmót en Borce mun koma til starfa þann 1. ágúst n.k.