Borgin gerir borð fyrir borgina

Borðið í borgarstjórnarsalnum er sannarlega glæsismíði. MYND AF VEF TR. BORGAR
Borðið í borgarstjórnarsalnum er sannarlega glæsismíði. MYND AF VEF TR. BORGAR

Nú í byrjun vikunnar samdi Reykjavíkurborg við Trésmiðjuna Borg ehf. á Sauðárkróki um að smíða nýtt borð í borgarstjórnarsal Ráðhússins við Reykjavíkurtjörn. Eins og kunnugt er sérhæfir Borg sig í smíði vandaðra innréttinga fyrir heimili og fyrirtæki og trésmiðjan sá einmitt um smíði borðsins sem borgarstjórnarfulltrúar hafa hingað til setið við.

Borgarstjórnarfulltrúum fjölgaði úr 15 í 23 í síðustu sveitarstjórnarkosningum og þarf því að bæta við borði í salinn í ráðhúsinu en innréttingar þar hafa verið óbreyttar frá því að Ráðhúsið var tekið í notkun árið 1992.

Fram kemur í Morgunblaðinu að smíði og upp­setn­ing borðsins var boðin út og bár­ust tvö til­boð. HBH bygg­ir ehf. í Reykja­vík bauð 45,5 millj­ón­ir, 165% yfir kostnaðaráætl­un, sem var 27,5 millj­ón­ir. Tré­smiðjan Borg ehf. bauð 17,7 millj­ón­ir en um var að ræða frá­vikstil­boð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir