Bráðvantar þrjá karlmenn
feykir.is
Skagafjörður, Listir og menning
20.09.2010
kl. 10.00
Nokkrar ungar konur á Sauðárkróki hafa nú um helgina auglýst eftir þremur karlmönnum og fylgir auglýsingunni að karlmennirnir verði að gefa sig fram fyrir átta í kvöld mánudag. Ástæða karlmannsleysis kvennanna er sú að þær eru í stjórn Leikfélags Sauðárkróks og þar vantar enn þrjá karlmenn til þess að leika í uppfærslu félagsins á Jóni Oddi og Jóni Bjarna.
Leikfélags fólk mun funda í kvöld og verði karlmennirnir þrír ekki komnir fram eru allar líkur á að leita þurfi að nýju leikverki. Leikstjórar verða þau Sigurlaug Vordís og Stefán Friðrik Friðriksson.
Áhugasamir geta líka skoðað hér
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.