Brekkukotshraðlestin lögð af stað

Magnús ferðast á handaflinu. Mynd: hmj
Magnús ferðast á handaflinu. Mynd: hmj

Rétt í þessu var Magnús Jóhannesson að leggja í áheitaferð sína hringinn í Skagafirði. Hann fór frá Sauðárkróki kl.8.30 og stefnir hraðbyr fram í Varmahlíð. Þaðan fer hann yfir Vötn og síðan út Blönduhlíð og svo alla leið á Hofsós. Honum fylgir fríður flokkur og eiga sjálfsagt fleiri eftir að slást í hópinn. Magnús er að safna fyrir rafmagns fjórhlóli sem er sérstaklega hannað fyrir fatlaða. Blaðamaður Feykis náði í skottið á Magga við Bergstaði og var hann brattur að vanda og sóttist ferðin vel.Þeir sem vilja heita á Magnús geta lagt inn á bankareikning í hans nafni 0123-15-221719, kt. 110468-3429.  

Fleiri fréttir