Breyting á aðalskipulagi Húnaþings vestra
Sveitarstjórn Húnaþings vestra samþykkti á fundi sínum 9. október 2008 að auglýsa til kynningar breytingar á aðalskipulagi Húnaþings vestra 2002-2014 samkv. 1. málsgrein 18. gr. Skipulags og byggingarlaga nr 73/1997 með síðari breytingum.
Breytingin nær til hluta jarðarinnar Bessastaða á Heggstaðanesi. Landnotkun er breytt úr landbúnaðarsvæði í iðnaðarsvæði þar sem fyrirhugað er að setja upp sendistöð fyrir tal- og gagnaviðskipti við flugvélar. Ennfremur er gerð breyting á tengivegi til samræmis við legu hans í landi Bessastaða.
Jafnfram er auglýst deiliskipulag sem nær yfir iðnaðarsvæðið skv. 25.gr skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Samkvæmt deiliskipulaginu fylgir aðkomuvegur að stöðvarhúsi að mestu núverandi vegslóða og þá er einbreiður vegslóði milli loftneta. Stöðvarbygging er allt að 200 m² og allt að 12 loftnet á bilinu 18-40 m á hæð. Fjárheld girðing verður umhverfis svæðið.
Skipulagsuppdrættir og greinargerðir munu liggja til sýnis á skrifstofu Húnaþings vestra, Hvammstangabraut 5 á Hvammstanga og hjá Skipu¬¬lags¬stofnun, Laugavegi 166, Reykjavík frá 23. nóvember 2008 til 21. desember 2008. Ennfremur verða tillögunar til sýnis á heimasíðu Húnaþings vestra; www.hunathing.is. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við breytingartillöguna. Athugasemdum skal skila til skrifstofu Húnaþings vestra fyrir 5. janúar 2009 og skulu þær vera skriflegar. Þeir sem ekki gera athuga¬semdir við breytingartillöguna innan tilskilins frests teljast samþykkir henni.