Opið hús verður hjá Brunavörnum Skagafjarðar í Varmahlíð, föstudaginn 31. október frá kl. 14:00-15:30. Nýr slökkviliðsbíll verður til sýnis fyrir gesti og gangandi og einnig verður starfsemi og búnaður slökkviliðsins kynntur.
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir, Lokað efni 29.10.2025
kl. 14.59 oli@feykir.is
Lokahóf Knattspyrnufélags ÍA fór fram um liðna helgi en keppni í Bestu deild karla lauk einmitt um helgina. Að sjálfsögðu höfðu Skagamenn vit á að velja Skagfirðing sem besta leikmann tímabilsins en sá heiður kom í hlut Jóns Gísla Eyland Gíslasonar.
Leikdagur í kvöld miðvikudaginn 29. október þegar Vesturbærinn heimsækir Sauðárkrók. Kvennalið Tindastóls mætir KR klukkan 19:15 og að sjálfsögðu verða hamborgarar á grillinu frá 18:30.
Alls bárust 100 umsóknir í Uppbyggingarsjóð Norðurlands vestra fyrir árið 2026 þegar umsóknarfrestur rann út eftir að fara verið framlengdur til 28. október kl. 12:00.
feykir.is
Skagafjörður, Lokað efni 29.10.2025
kl. 09.24 oli@feykir.is
Á fundi landbúnaðar- og innviðanefndar Skagafjarðar sem fram fór sl. föstudag voru teknar ákvarðanir varðandi hraðaakstur í íbúðahverfum á Sauðárkróki. Á fundi nefndarinnar í júlí var bókað að grípa þyrfti til aðgerða og var starfsmönnum veitu- og framkvæmdasviðs falið að leggja fram tillögur um úrbætur. Þær tillögur voru lagðar fyrir fundinn sl. föstudag og samþykkti nefndin samhljóða tillögur að uppsetningu færanlegra götuþrenginga á Hólavegi, Hólmagrund og Sæmundargötu.
Í gær, föstudaginn 24. október 2025, voru konur og kvár hvött til að leggja niður launuð sem ólaunuð störf allan daginn eins og konur gerðu fyrst á kvennaári Sameinuðu þjóðanna árið 1975. Það var sögulegur viðburður á alheimsvísu enda lögðu 90% kvenna á Íslandi niður vinnu þann dag til að sýna fram á mikilvægi vinnuframlags kvenna fyrir samfélagið.Talið er að um 50 þúsund manns hafi mætt á Austurvöll í gær til að krefjast jafnréttis og það gerðu konur einnig um allt land. Í Miðgarði í Varmahlíð komu konur saman og þar flutti Sigríður Garðars í Miðhúsun erindi sem hún gaf Feyki góðfúslegt leyfi til að birta.
Fullyrðingar um að vaxtastigið hér á landi sé vegna krónunnar standast enga skoðun. Þetta hafa fjölmargir hagfræðingar og sérfræðingar í fjármálum bent á og fært gild rök fyrir á liðnum árum. Þeir sem ákveðið hafa að krónan sé vandamálið taka vitanlega engum slíkum rökum en hafa að sama skapi ekki getað hrakið þau. Þeirra aðferð hefur einfaldlega verið sú að fullyrða að krónan væri sökudólgurinn án haldbærra raka og fjalla síðan um það hversu hörmuleg hún sé fyrir vikið.
Herra Hundfúll fylgdist með keppni í Skólahreysti með öðru auganu nú á laugardaginn. Hann gladdist talsvert yfir gengi skólanna á Norðurlandi vestra. Varmhlíðingar voru sendir upp á svið til að taka við verðlaunum fyrir þriðja sætið en nemendur Grunnskóla Húnaþings vestra enduðu í fjórða sæti en með jafnmörg stig og Varmahlíðarskóli. En svo var farið að reikna ... aftur...
Nú er komið að því að Óskar Örn Óskarsson læknir í Reykjavík treysti lesendum fyrir tón-lyst sinni. Óskar er fæddur 1973, sonur Óskars Jónssonar læknis og Aðalheiðar Arnórsdóttur sjúkraliða. Hann ólst upp á Sauðárkróki frá sex ára aldri, fyrst með búsetur í Læknisbústaðnum og síðar Túnahverfinu. Nú býr hann í Vesturbænum í Reykjavík.