Brunamálastofnun með námskeið á Blönduósi
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla
10.11.2010
kl. 13.14
Fyrir skömmu héldu fulltrúar Brunamálastofnunnar námskeið fyrir hlutastarfandi slökkviliðsmenn hjá Brunavörnum Austur Húnavatnssýslu. Auk slökkviliðsmanna frá Blönduósi komu slökkviliðsmenn frá Selfossi, Grindavík og Grundarfirði.
Á vef brunavarna A-Hún, slokkvibill.is segir að farið hafi verið yfir þætti vatnsöflunnar og reykköfunar og fengu slökkviliðsmenn að spreyta sig á hinum ýmsu æfingum sem kennararnir settu upp.
Með þátttöku liðsmanna Brunavarna A-Hún í þessu námskeiði eru allar líkur á að 75% af slökkviliðsmönnum verði löggiltir slökkviliðsmenn um áramótin en unnið er að því markvisst að löggilda alla liðsmenn.