Brunavarnir Skagafjarðar fá nýja bifreið

Í gær var undirritaður samningur í ráðhúsinu á Sauðárkróki um kaup á nýrri slökkvibifreið. Byggðarráð Skagafjarðar samþykkti á fundi sínum í lok nóvember að ganga að tilboði Ólafs Gíslasonar hf. og Eldvarnamiðstöðvarinnar um kaup á nýrri slökkvibifreið. Mun nýja bifreiðin koma í stað 38 ára gamallar bifreiðar sem þjónað hefur sínu hlutverki vel fyrir Brunavarnir Skagafjarðar eins og segir á vef Sveitarfélagsins Skagafjarðar.
Það voru þau Ásta Pálmadóttir, sveitarstjóri, og Benedikt Gunnarsson, framkvæmdastjóri Ólafs Gíslasonar hf. og Eldvarnamiðstöðvarinnar, sem skrifuðu undir samninginn í viðurvist Svavars Birgissonar, slökkviliðsstjóra.
Bifreiðin er væntanleg til Brunavarna Skagafjarðar í lok september.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.